tisa: Fréttaskot

miðvikudagur, desember 21, 2005

Fréttaskot

ÉG...

er búin að versla.
lýsi yfir gjaldþroti.
gef ekki jólagjafir aftur.

Bara svona að láta ykkur vita.

Ég var frá klukkan 11-21 í bænum, með klukkutíma pásu. Ég er ofur-verslarinn.
Ég fer ekki aftur í bæinn á næstunni.
Oj.

Ég gaf mér í jólagjöf svona iPod apparat. Ég varð mjög ánægð með jólagjöfina mína. Einum degi seinna var ég búin að skemma hann. Ég varð ekki eins ánægð þá.
Ég ákvað að æða í Apple-búðina alveg bandbrjáluð og froðufellandi og henda iPoddinum í hausinn á einhverjum.
Þegar þangað var komið lét ég Apple gaurinn fá iPoddinn. Hann ýtti á einn takka og hann var komin í lag.
Mér leið eins og fávita.


Ég er ekki fallisti í Kvennó.
7.5 í meðaleinkunn og ég er sátt.

Ég vil ekki vita hvað þið fenguð, nema að það hafi verið lægra en 7.5


Nennir einhver að minna mig á að fara að vinna?
Ég á til að gleyma því.
Gerðist á sunnudaginn. Úff, starfsmaður mánaðarins eða hvað?


Tinna - Leti er lífstíll

tisa at 18:29

7 comments